






VÍS GLOW
Sýnileiki og Öryggi
Við kynnum nýjan sjálflýsandi sjúkrakassa, VÍS GLOW, sem veitir aukið öryggi ef slys ber að höndum. Sjálflýsingin byggir á Permalight tækni sem lýsir upp kassann og gerir það auðveldara að finna kassann í myrkri eða þar sem að lýsing er takmörkuð.
Easy Out veggfestingin og auð opnanleg læsing tryggir að hægt er að ná kassanum af veggnum og opna með einungis einni hendi sem getur verið mikilvægt ef enginn er til að aðstoða þann slasaða. Sjúkrakassinn er hannaður með nægt rými fyrir fyrstu hjálpar búnaðinn og vel afmörkuð gegnsæ hólf sem tryggir gott aðgengi að þeim búnaði sem nota þarf hverju sinni.
Traustur og handhægur kassi fyrir einyrkja og smærri vinnustaði.